Viðskipti erlent

Dow Jones enn á uppleið

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum en þar hafa helstu vísitölur verið að hækka mjög upp á síðkastið.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum en þar hafa helstu vísitölur verið að hækka mjög upp á síðkastið. Mynd/AFP

Dow Jones hlutabréfavísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún endaði í 13.105,50 stigum nú undir kvöld. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið síðan í síðustu viku og hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Greinendur sem breska ríkisútvarpið ræddu við í gær segja að menn bíði þess nú að vísitalan rjúfi 14.000 stiga múrinn.

Vísitalan byrjaði daginn vel og hækkaði strax við upphaf viðskipta í kjölfar góðra afkomutalna frá bandaríska tölvuframleiðandanum Apple og 3M og fór hæst í 13.132,80 stig áður en hún tók að dala á ný en hækkun hennar yfir viðskiptadaginn nemur 0,12 prósentum.

Það er fjarri að uppgangur Dow Jones-vísitölunnar sé einsdæmi á markaði í Bandaríkjunum því fleiri vísitölur eru nálægt sínu hæsta lokagildi. Þannig hefur Standard & Poor's 500 vísitalan hækkað jafnt og þétt síðustu daga og stendur nú rétt við 1.527,46 stig, hæsta lokagengi vísitölunnar sem náð var í marsmánuði árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×