Atvinnulaus maður í Brasilíu hefur fundið afar sérstaka leið til að afla sér lífsviðurværis. Hann notar líkama sinn sem auglýsingaskilti. Edson Alves hefur látið tattóvera tuttugu auglýsingar fyrirtækja frá heimabæ sínum á bak sitt og handleggi. Hann fer síðan úr að ofan við hvert tækifæri og gengur um bæinn.
Edson segist þéna afar vel á þessu uppátæki sínu. Grænmetisfyrirtæki í bænum segir að þessi auglýsing sé áhrifaríkari en nokkur önnur sem völ sé á í dagblöðum eða útvarpi.