Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 18:45 Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira