Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag til klukkan þrjú. Þar er sannkallað sumarveður og skíðafæri eftir því, blautt og þungt. Sérstaklega neðarlega í fjallinu. Fólki er bent á að taka með sér sólaráburð því sólin er sérstaklega sterk í snjónum. Forráðamenn fjallsins gera ráð fyrir því að þetta sé síðasta opnunarhelgi vetrarins.
Skíðasvæði Siglfirðinga er einnig opið í dag frá klukkan eitt til fimm. Þar er frábært vorveður og 16 stiga hiti. Reiknað er með að skíðasvæðið verði opið aftur næstu helgi, en óvíst með framhaldið eftir það.