Viðskipti erlent

Hagnaður Danske bank eykst

Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku.

Tekjur bankans námu tæpum 11 milljörðum danskra króna, 129,7 milljörðum íslenskra króna, sem er rétt yfir spám. Þetta er engu að síður 20 prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra.

Vöxtur var á flestum sviðum bankans.

Danske bank gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti á þessu ári og gerir ráð fyrir að hagnaðurinn aukist um 8 til 10 prósent, meðal annars vegna aukinna útlána í skjóli hækkandi stýrivaxta.

Danske bank keypti finnska fjármálafyrirtækið Sampo í nóvember í fyrra og gert ráð fyrir að samrunaferli bankanna verði lokið um páskaleytið á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×