Margir mótmælendur handteknir í Istanbúl Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 12:10 Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mörg hundruð mótmælendur eftir að til átaka kom í miðborg Istanbúl í morgun. Vinstrimenn höfuð komið þar saman til að minnast blóðbaðs í borginni þann fyrsta maí fyrir þrjátíu árum. Það var þennan dag árið 1977 sem byssumenn skutu á kröfugöngu sem fór friðsamlega um götur Istanbúl. Rúmlega þrjátíu týndu lífi. Flestir þeirra tróðust undir þegar öngþveiti skapaðist um leið og skotið var á hópinn. Þessa óhæfuverks vildu verkalýðsleiðtogar minnast á Taksim-torgi í miðborg Istanbúl í dag. Yfirvöld veittu leyfi fyrir fámennri minningarathöfn en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði leyft á torginu síðan herinn rændi völdum í Tyrklandi 1980. Spenna er mikil í landinu vegna deilna um val á næsta forseta. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, sækist eftir embættinu og óttast margir Tyrkir að ef hann komist til valda verði minni skil milli stjórnmála og trúarbragða í landinu. Herinn hefur hótað afskiptum og stjórnlagadómstóll tekur nú fyrir kæru stjórnarandstöðunnar sem vill að boðað verði þegar til þingkosninga og síðan verði valinn nýr forseti. Uppúr sauð í morgun þegar minningarathöfnin hófst og 580 mótmælendur voru handteknir. Að sögn lögreglu voru sumir þeirra vopnaðir byssum, hnífum og eldsprengjum. Táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum. Beinar útsendingar sjónvarpsstöðvanna voru bannaðar frá torginu um tíma. Óttast er að til frekari átaka kokmi í Istanbúl og á fleiri stöðum í Tyrklandi í dag. Hlutum Instanbúl hefur verið lokað fyrir umferð vegna þessa í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mörg hundruð mótmælendur eftir að til átaka kom í miðborg Istanbúl í morgun. Vinstrimenn höfuð komið þar saman til að minnast blóðbaðs í borginni þann fyrsta maí fyrir þrjátíu árum. Það var þennan dag árið 1977 sem byssumenn skutu á kröfugöngu sem fór friðsamlega um götur Istanbúl. Rúmlega þrjátíu týndu lífi. Flestir þeirra tróðust undir þegar öngþveiti skapaðist um leið og skotið var á hópinn. Þessa óhæfuverks vildu verkalýðsleiðtogar minnast á Taksim-torgi í miðborg Istanbúl í dag. Yfirvöld veittu leyfi fyrir fámennri minningarathöfn en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði leyft á torginu síðan herinn rændi völdum í Tyrklandi 1980. Spenna er mikil í landinu vegna deilna um val á næsta forseta. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, sækist eftir embættinu og óttast margir Tyrkir að ef hann komist til valda verði minni skil milli stjórnmála og trúarbragða í landinu. Herinn hefur hótað afskiptum og stjórnlagadómstóll tekur nú fyrir kæru stjórnarandstöðunnar sem vill að boðað verði þegar til þingkosninga og síðan verði valinn nýr forseti. Uppúr sauð í morgun þegar minningarathöfnin hófst og 580 mótmælendur voru handteknir. Að sögn lögreglu voru sumir þeirra vopnaðir byssum, hnífum og eldsprengjum. Táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum. Beinar útsendingar sjónvarpsstöðvanna voru bannaðar frá torginu um tíma. Óttast er að til frekari átaka kokmi í Istanbúl og á fleiri stöðum í Tyrklandi í dag. Hlutum Instanbúl hefur verið lokað fyrir umferð vegna þessa í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira