Þyrla sem átti að flytja ríkan aðdáenda Chelsea til Lundúna eftir viðureign Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi er horfin. Ekkert er vitað um afdrif þyrlunnar.
Samkvæmt fyrstu fréttum var óttast að einhverjir háttsettir stjórnarmenn Chelsea hefðu verið með í þyrlunni. Chelsea hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu sem neitar því.
Þyrlan hvarf af ratsjárskjám yfir austurhluta mið-Englands.

