Óttast meira mannfall Guðjón Helgason skrifar 2. maí 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma. Erlent Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma.
Erlent Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira