Þingmenn Kadima flokksins í Ísrael hafa ákveðið að styðja við bakið á Ehud Olmert eftir að utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni, sagði að hann ætti að segja af sér. Þeir áttu sérstakan fund í gærkvöldi til þess að ræða stöðu mála innan flokksins.
Ekki er óalgengt að ráðherra segi opinberlega að forsætisráðherra þurfi að segja af sér. Þetta hefur áður gerst í Ísrael. Þrátt fyrir að krefjast afsagnar forsætisráðherrans ætlar Livni að sitja áfram í embætti sínu.
Þingmenn styðja Olmert
