Risi í álheiminum gangi kaup í gegn Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:11 Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka. Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka.
Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira