Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 8. maí 2007 12:10 Barni gefið lyf í æð. MYND/Getty Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira