Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 8. maí 2007 12:10 Barni gefið lyf í æð. MYND/Getty Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið. Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið.
Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira