Páfinn í Suður-Ameríku Jónas Haraldsson skrifar 9. maí 2007 21:05 Páfinn heilsar hér forseta Brasilíu við komuna til landsins í dag. MYND/AFP Benedikt páfi er nú kominn til Sao Paulo og hefur þar fimm daga heimsókn sína til fjölmennustu rómversk-kaþólsku þjóðar í heiminum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Suður-Ameríku síðan hann tók við embætti. Í heimsókn sinni mun hann halda nokkrar messur en megintilgangur hennar er að sækja ráðstefnu biskupa í Suður-Ameríku. Þar er búist við því að hann muni ræða um sífellda sókn lúterstrúar í heimsálfunni. Trúarhópar að bandarískri fyrirmynd hafa líka verið að sækja í sig veðrið í álfunni. Einnig er búist við því að hann muni mæla gegn fóstureyðingum. Stjórnvöld í Mexíkó lögleiddu nýverið fóstureyðingar. Páfi sagði að þeir stjórnmálamenn sem greiddu þeim lögum atkvæði sitt ætti að bannfæra. Talsmaður Vatíkansins sagði síðar að páfi ætlaði sér ekki að bannfæra neinn. Engu að síður sagði hann fóstureyðingu ekki standast lög rómversk-kaþólsku kirkjunnar og að þar með fjarlægðu stjórnmálamennirnir sig frá kirkjunni. Málið er einnig hitamál í Brasilíu en heilbrigðisráðherrann þar í landi sagðist nýlega vilja opnari umræður um fóstureyðingu. Prestar hafa þegar brugðist harkalega við þeirri tillögu ráðherrans. Stærsta málið er þó sem áður sífelldur flótti frá rómversk-kaþólsku kirkjunni. Talið er að boð kristinna, sem snýst um að viðkomandi geti frelsast samstundis, en þurfi ekki að bíða ævina á enda eftir frelsun, sé það sem valdi. Einnig það stuðningsnet sem slíkar kirkjur veita skjólstæðingum sínum. Þá þykja hefðir rómversk-kaþólsku kirkjunnar líka vera of íhaldssamar og ekki í tengslum við raunveruleikann og það líf sem fólk lifir dags frá degi. Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Benedikt páfi er nú kominn til Sao Paulo og hefur þar fimm daga heimsókn sína til fjölmennustu rómversk-kaþólsku þjóðar í heiminum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Suður-Ameríku síðan hann tók við embætti. Í heimsókn sinni mun hann halda nokkrar messur en megintilgangur hennar er að sækja ráðstefnu biskupa í Suður-Ameríku. Þar er búist við því að hann muni ræða um sífellda sókn lúterstrúar í heimsálfunni. Trúarhópar að bandarískri fyrirmynd hafa líka verið að sækja í sig veðrið í álfunni. Einnig er búist við því að hann muni mæla gegn fóstureyðingum. Stjórnvöld í Mexíkó lögleiddu nýverið fóstureyðingar. Páfi sagði að þeir stjórnmálamenn sem greiddu þeim lögum atkvæði sitt ætti að bannfæra. Talsmaður Vatíkansins sagði síðar að páfi ætlaði sér ekki að bannfæra neinn. Engu að síður sagði hann fóstureyðingu ekki standast lög rómversk-kaþólsku kirkjunnar og að þar með fjarlægðu stjórnmálamennirnir sig frá kirkjunni. Málið er einnig hitamál í Brasilíu en heilbrigðisráðherrann þar í landi sagðist nýlega vilja opnari umræður um fóstureyðingu. Prestar hafa þegar brugðist harkalega við þeirri tillögu ráðherrans. Stærsta málið er þó sem áður sífelldur flótti frá rómversk-kaþólsku kirkjunni. Talið er að boð kristinna, sem snýst um að viðkomandi geti frelsast samstundis, en þurfi ekki að bíða ævina á enda eftir frelsun, sé það sem valdi. Einnig það stuðningsnet sem slíkar kirkjur veita skjólstæðingum sínum. Þá þykja hefðir rómversk-kaþólsku kirkjunnar líka vera of íhaldssamar og ekki í tengslum við raunveruleikann og það líf sem fólk lifir dags frá degi.
Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira