Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti síðast í marsmánuði um 25 punkta en hefur haldið þeim óbreyttum síðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×