Risessa á ferð um miðborgina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2007 20:11 Risessan á ferð í Santiago í Chile í janúar á þessu ári. MYND/Vísir Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Hin tröllvaxna Risessa lagði af stað frá Hljómskálanum í morgun og vakti mikla lukku hjá vegfarendum. Risessan er hluti af ævintýri götuleikhússins Royal de Luxe sem hingað er komið á Listahátíð í Reykjavík og frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas?. Hún þrammaði eftir götum Reykjavíkur í leit að föður sínum í morgun en varð lúin um hádegisbilið og lagði sig við Hallgrímskirkju. Þar reis hún endurnærð upp um þrjúleytið og skoðaði sig um í borginni. Í kvöld ætlar hún að leggja sig til svefns við höfnina. EFtir sturtu klukkan hálfellefu í fyrramálið heldur leitin að risanum föður hennar áfram. Sá er heldur geðstyggur einstaklingur og brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Risinn gekk berserksgang og eyðilagði nálæga bíla með hnífapörunum sínum. En þau feðginin munu víst ná saman um hálftólf á morgun og hvur veit nema risessunni takist að lokka föður sinn niðrað sjó og bjarga þar með borgarbúum frá frekari skemmdarverkum óhemjunnar. Þess má geta að bílastæðum í gönguleið Risessunar og risans verður lokað tímabundið á morgun. Bílar sem lagðir eru þar ólöglega verða fjarlægðir á kostnað eigenda sinna. Gönguleiðina má finna á artfest.is. Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Hin tröllvaxna Risessa lagði af stað frá Hljómskálanum í morgun og vakti mikla lukku hjá vegfarendum. Risessan er hluti af ævintýri götuleikhússins Royal de Luxe sem hingað er komið á Listahátíð í Reykjavík og frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas?. Hún þrammaði eftir götum Reykjavíkur í leit að föður sínum í morgun en varð lúin um hádegisbilið og lagði sig við Hallgrímskirkju. Þar reis hún endurnærð upp um þrjúleytið og skoðaði sig um í borginni. Í kvöld ætlar hún að leggja sig til svefns við höfnina. EFtir sturtu klukkan hálfellefu í fyrramálið heldur leitin að risanum föður hennar áfram. Sá er heldur geðstyggur einstaklingur og brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Risinn gekk berserksgang og eyðilagði nálæga bíla með hnífapörunum sínum. En þau feðginin munu víst ná saman um hálftólf á morgun og hvur veit nema risessunni takist að lokka föður sinn niðrað sjó og bjarga þar með borgarbúum frá frekari skemmdarverkum óhemjunnar. Þess má geta að bílastæðum í gönguleið Risessunar og risans verður lokað tímabundið á morgun. Bílar sem lagðir eru þar ólöglega verða fjarlægðir á kostnað eigenda sinna. Gönguleiðina má finna á artfest.is.
Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira