Risessan farin til Frakklands 12. maí 2007 18:57 Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Risessan sem er átta metra há hóf leit sína að föður sínum í gær en sá er heldur geðstyggur risi sem brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Hann gekk þá berserksgang um borgina og eyðilagði bíla með risavöxnum hnífapörum sínum. Risessan fór á fætur í morgun klukkan hálf ellefu og byrjaði daginn á að fara í sturtu. Síðan lagði hún af stað frá Hafnarbakkanum, þar sem hún gisti í nótt, í von um að hún myndi finna föður sinn. Hún fann loks föður sinn á Fríkirkjuveginum og þaðan fóru þau feðgin niður á Lækjartorg og hvíldu lúin bein. Það er óhætt að segja að risinn er mislyndur mjög og svo illa er honum við myndavélar að hann hrækti á myndatökumann Stöðvar tvö þegar hann varð hans var. Ævintýri þeirra feðgina hefur vakið mikla athygli og hvert sem þau hafa farið hefur fylgt þeim margmenni. Allir sem á vegi þeirra verða hafa haft gaman af þessari sögu, sérstaklega yngsta kynslóðin sem er með staðreyndirnir á hreinu. Ævintýrinu lauk á Hafnarbakkanum seinni partinn í dag. Spennan var gríðarleg þegar risessan og risinn komust á leiðarenda. Skyldi risessunni takast að bjarga Reykvíkingum undan skemmdarfýsn föður síns? Eitthvað hefur henni gengið illa að sannfæra föður sinn en risessan fór ein um borð í bát með allt sitt hafurtask og sigldi heim til Frakklands. Þar með er ekki sagt að Reykvíkingar sitji uppi með risann ógurlega, nei, því einhver sá ástæðu til að granda honum á heldur óvenjulegan máta. Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Risessan sem er átta metra há hóf leit sína að föður sínum í gær en sá er heldur geðstyggur risi sem brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Hann gekk þá berserksgang um borgina og eyðilagði bíla með risavöxnum hnífapörum sínum. Risessan fór á fætur í morgun klukkan hálf ellefu og byrjaði daginn á að fara í sturtu. Síðan lagði hún af stað frá Hafnarbakkanum, þar sem hún gisti í nótt, í von um að hún myndi finna föður sinn. Hún fann loks föður sinn á Fríkirkjuveginum og þaðan fóru þau feðgin niður á Lækjartorg og hvíldu lúin bein. Það er óhætt að segja að risinn er mislyndur mjög og svo illa er honum við myndavélar að hann hrækti á myndatökumann Stöðvar tvö þegar hann varð hans var. Ævintýri þeirra feðgina hefur vakið mikla athygli og hvert sem þau hafa farið hefur fylgt þeim margmenni. Allir sem á vegi þeirra verða hafa haft gaman af þessari sögu, sérstaklega yngsta kynslóðin sem er með staðreyndirnir á hreinu. Ævintýrinu lauk á Hafnarbakkanum seinni partinn í dag. Spennan var gríðarleg þegar risessan og risinn komust á leiðarenda. Skyldi risessunni takast að bjarga Reykvíkingum undan skemmdarfýsn föður síns? Eitthvað hefur henni gengið illa að sannfæra föður sinn en risessan fór ein um borð í bát með allt sitt hafurtask og sigldi heim til Frakklands. Þar með er ekki sagt að Reykvíkingar sitji uppi með risann ógurlega, nei, því einhver sá ástæðu til að granda honum á heldur óvenjulegan máta.
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira