Her og lögregla á Filippseyjum eru í viðbragðsstöðu vegna þing- og sveitastjórnarkosninga sem fram fara þar í landi í dag. Óttast er að uppreisnarmenn kommúnista reyni að koma í veg fyrir að kosningarnar gangi vel fyrir sig.
Fleiri en 110 hafa látið lífið í átökum fyrir kosningarnar. Ekki er búist við því að andstæðingar forseta landsins, Gloriu Arroyo, muni fá nógu mikið fylgi til þess að koma henni frá völdum. Á síðustu þremur árum hefur hún staðið af sér tvær tilraunir þingheims til þess að setja hana af sem og nokkur valdarán.