Óeirðir héldu áfram í Kristjaníu í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Íslendingur sem leggur stund á ljósmyndanám í borginni var á staðnum og myndaði aðgerðir lögreglu. Ekkert lát virðist vera á óeirðunum sem standa vegna ákvörðunar borgaryfirvalda um að rífa timburhúsið Vindlakassann.
Tólf voru handteknir í óeirðum í dag og nokkrir slösuðust. Lögregla beitti táragasi og kylfum til að ná tökum á ástandinu.
Stutt er síðan hrina óeirða reið yfir Kaupmannahöfn þegar Ungdómshúsið var rifið.
Hægt er að smella á myndir hér að neðan til að sjá myndir í myndamöppu ljósmyndanemans Jökuls Jóhannssonar. Myndirnar tók hann klukkan 23 að staðartíma í kvöld.