Rólegt um land allt í nótt
Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var nóttin róleg um land allt í gærkvöldi. Á Selfossi var ein minni háttar líkamsárás tilkynnt til lögreglu.