Viðskipti erlent

Markaðurinn í Bandaríkjunum hækkaði í dag

Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum endaði í hærri tölum en hefur gert undanfarna daga. Lækkandi olíuverð og góða fréttir frá fyrirtækjum leiddu til hækkunarinnar en markaðurinn hafði lækkað undanfarna þrjá daga á undan. McDonalds var á meðal þeirra fyrirtækja sem tilkynntu um gott gengi.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um meira en eitt prósent en það má rekja til 15% hækkunar í fyrirtækinu National Semiconductor Corp. Þá hækkaði Dow Jones vísitalan um tæplega 1,2%. Þrátt fyrir hækkunina í dag er lækkunin í þessari viku sú mesta síðan 2. mars síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×