Íslendingar tryggðu sér þáttökurétt á Evrópumótinu í Noregi í kvöld. Ísland sigraði Serbíu 42 - 40 í spennandi leik þar sem liðsheildin skóp sigur. Ísland þurfti að sigra með tveimur mörkum eftir að hafa tapað 30 - 29 í Serbíu um síðustu helgi.
Þetta er tíunda stórmótið í röð þar sem að Ísland mun taka þátt. Íslenska liðið átti í erfiðleikum með vörnina í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir að varnarjaxlinum Sverre Jocobson var vikið af velli fyrir þrjár brottvísanir. Stemningin í Laugardalshöllinni var frábær þar sem uppselt var á leikinn.
Mörk Íslands:
Alexander Petterson 9, Ólafur Stefánsson 7, Logi Geirsson 7, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Sigfús Sigurðsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Hannes Jón Jónsson 1.