Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsi við Lokastíg í miðbæ Reykjavíkur um ellefuleytið í gærkvöld vegna elds í pappakössum og rusli. Það voru nágrannar sem gerðu viðvart um eldinn og reyndu lögregla og vegfarandi að slökkva hann með handslökkvitæki.
Það gekk ekki en slökkvilið var fljótt á vettvang og slökkti eldinn á skömmum tíma. Litlar skemmdir urðu af völdum eldsins en grunur leikur að kveikt hafi verið í ruslinu.