Erlent

Vilja láta fanga byggja knattspyrnuvelli

Stjórnvöld í Póllandi eru að íhuga að nota fanga til þess að lagfæra knattspyrnuvelli landsins og byggja nýja fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem fer þar fram árið 2012. Ástæðan fyrir þessu er skortur á verkamönnum í landinu en fjölmargir þeirra hafa leitað út fyrir landsteinana þar sem launin eru mun betri.

Þá gæti framtakið orðið hluti af áætlun Evrópusambandsins um að endurhæfingu fanga. Einnig eru vegir slæmir og þá vantar fjölmörg hótel fyrir fótboltaaðdáendur sem að flykkjast á stórmót sem þessi. Fangar hafa lengi unnið ýmis verkefni utan veggja fangelsa í Póllandi en þeir hafa aldrei komið nálægt svo mikilvægum verkefnum.

Pólland mun halda Evrópumótið í knattspyrnu árið 2012 ásamt Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×