Bandaríkjamenn vinna nú að byggingu fangelsis í Afghanistan í samvinnu við yfirvöld þar. Fangelsið mun taka við föngum frá Guantanamo en Bandaríkjamenn segja fangelsið ekki koma í stað fangabúðanna á Kúbu. Hvíta húsið hefur hug á að loka Guantanamo og flytja grunaða hryðjuverkamenn annað.
Talsmaður stjórnarinnar segir ákvörðun þess efnis þó ekki að vænta í nánustu framtíð. Gagnrýni á fangabúðirnar hafi verið hávær, en mörg lönd neiti að taka aftur við föngunum. Bandaríkjamenn áforma að sleppa um áttatíu föngum frá Guantanamo. Fjöldi fanga þar í dag er tæplega fjögur hundruð manns.