Óttast árás Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 18:30 Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen. Erlent Fréttir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira