Tveir handteknir vegna árásanna í Bretlandi Jónas Haraldsson Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 06:56 Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað. Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað.
Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira