Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum 4. júlí 2007 13:55 Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda. Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda.
Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira