Norska ríkið braut gegn börnum Guðjón Helgason skrifar 8. júlí 2007 19:00 Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum. Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Það voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi og börn þeirra sem kærðu kennsluna til dómstólsins. Málið var tekið fyrir í desember í fyrra og dómur féll í lok júní. Töldu fjölskyldurnar fimm að með náminu væri verið að stunda eins konar trúboð í norskum grunnskólum og þröngva kristnum gildum upp á nemendur. Það hafi verið brot á mannréttindum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn trú- og samviskufrelsi kærenda sem voru fimm foreldrar í félagi húmanista í Noregi. Kristinfræðikennsla hefði verið þess eðlis að verulega hallaði á önnur trúarbrögð en Kristni og illfært væri fyrir foreldra að nýta sér rétt til undanþágu frá kennslunni því erfitt væri að fylgjast með námsefninu. Yfirvöld í Noregi hafi ekki gætt þess nægjanlega að námsefni væri borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan hátt. Carolyn Midsem, einn kærenda, segir þetta spurningu um meginreglu - rétt foreldra til að ákveða hvað verði hluti af uppeldi barna þeirra í trúarlegum- og heimspekilegum málum. Fyrst hafi verið hreinræktu kristinfræði kennd en við tekið blanda kristinfræði og lífleikni sem hafi virkað sem predikun. Eivind Fosse, einn nemendanna, segir málinu ekki lokið fyrr en áþreifanleg aniðurstaða hafi fengist með þeim hætti að breyting hafi verið gerð á náminu. Einnig eigi að tryggja að hægt sé að segja sig úr náminu sé vilji til þess. Øystein Djupedal, menntamálaráðherra Noregs, segir að farið verði yfir dóminn og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar honum. Hann segir að áhersla verði lögð á að börn geti hætt í náminu. Hann leggur þó áherslu á að einhvern tíma taki að fara yfir dóminn. Í fréttatilkynningu frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi. Íslensk stjórnvöld eru hvött til að kynna sér dóminn og tryggja hlutleysi í íslenskum skólum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira