Forsætisráðherra Póllands, Jaroslaw Kaczynski, rak aðstoðarforsætisráðherra sinn, Andrzej Lepper úr embætti í gær. Lepper er formaður Sjálfsvarnarflokksins sem myndaði stjórn með flokki Kaczynski og gekk flokkurinn úr stjórninni.
Lepper sætir nú rannsókn vegna spillingar en talið er að hann hafi þegið mútur. Kaczynski sagði að hann ætlaði sér ekki að boða til kosninga á næstunni heldur vonast til þess að Sjálfsvarnarflokkurinn héldi stjórnarsamstarfi áfram þrátt fyrir að formaður þeirra hafi misst stöðu sína.