
Innlent
Kínverjar gera usla á Stokkseyri
Háir hvellir gullu við á Stokkseyri í gærkvöldi og óttuðust sumir íbúar að verið væri að skjóta af byssu. Í ljós kom að nokkrir stálpaðir unglingar voru að sprengja kínverja hér og þar í plássinu, með miklu ónæði fyrir menn og skepnur, en þeir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×