Breska lögreglan hefur ákært þriðja manninn í tengslum við sprengjutilræðin í Glasgow og Lundúnum. Dr. Sabeel Ahmed, 26 ára, frá Liverpool, hefur verið ákærður fyrir að búa yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir hryðjuverk.
Hann mun koma fyrir dómara á mánudaginn kemur. Fyrr í dag ákærði lögreglan í Ástralíu dr. Mohammed Haneef fyrir að veita hryðjuverkasamtökum stuðning.