Sjónvarpsþættirnir um Sopranos fjölskylduna hafa fengið langflestar tilnefningar til Emmy verðlaunanna. Þættirnir fá 15 tilnefningar meðal annars sem bestu dramaþættirnir. Helstu keppinautar Sopranos eru Grey´s Anatomy, Boston Legal, House og Heroes.
Sopranos luku líklega göngu sinni í síðasta mánuði, eftir sex ár á skjánum. Menn velta því þó fyrir sér hvort eitthvað framhald verður. Það vakti mikla reiði að í síðasta þættinum voru áhorfendur skildir eftir í lausu lofti, fyrir framan svartan skjá.
Emmy verðlaunin eru Óskarsverðlaun sjónvarpsins og mikið um dýrðir þegar þau eru afhent. Verðlaunahátíðin verður haldin 16. september.