Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag myndbandsupptöku af nokkrum suður-kóreskum gíslum sem eru í haldi talibanskra mannræningja. Myndirnar sýna að minnsta kosti sjö af þeim konum sem rænt var fyrir 11 dögum og hermenn í bakgrunni.
Al Jazeera sjónvarpsstöðin segir myndbandið ekki tekið upp í Afganistan. Myndskeiðið er stutt en konurnar virtust ómeiddar.
Mannræningjarnir sem tóku 23 gísla til fanga þann 19. júlí síðastliðinn hafa tekið tvo þeirra af lífi. Þann síðari í dag eftir að frestur sem þeir gáfu stjórnvöldum í Afganistan rann út á hádegi.
Mannræningjarnir krefjast þess að yfir tuttugu talibönum verði sleppt úr fangelsi í Afganistan í skiptum fyrir gíslana en stjórnvöld hafa ekki orðið við þeim kröfum.