Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 12:01 Vinstra heilahvelið stjórnar tali og málfari hjá rétthentu fólki en tilfinningum hjá örvhentu fólki. MYND/Vísir Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira