Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Óli Tynes skrifar 2. ágúst 2007 12:12 Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum. Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum.
Erlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira