Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Óli Tynes skrifar 2. ágúst 2007 12:12 Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum. Erlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum.
Erlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira