Pólitískar handtökur á Íslandi 2. ágúst 2007 18:45 Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Grasrótarhreyfingin Saving Iceland hélt í dag blaðamannafund til að gefa fjölmiðlum kost á kynna sér markmið og hugmyndafræði samtakanna. Fáir þekktust boðið. Markmiðið er eitt, sögðu talsmennirnir, að losa Ísland undan stóriðjustefnunni. Þau segja að hér ríki meðvitundarleysi um tengsl álframleiðenda við hergagnaframleiðslu og benda til dæmis á að Alcoa hafi fyrir tveimur árum gert 12,5 milljón dollara samning við bandaríska herinn um rannsóknir, þróun og smíði léttra farartækja til hernaðaraðgerða á landi. Frétt þess efnis birtist á heimasíðu Alcoa í desember 2005. Talsmennirnir sögðu að þeim væri full alvara með að stöðva eyðileggingu á náttúru Íslands og myndu beita til þess löglegum sem ólöglegum aðgerðum og valda fyrirtækjum sem tengjast stóriðju fjárhagslegu tjóni og óþægindum. Þá muni koma til átaka því ekkert hafi náðst fram með mótmælagöngum, metsölubók, blaðaskrifum og bréfaskrifum. Á fundinum kom einnig fram að hreyfingin hyggst kæra fréttaflutning Ríkissjónvarpsins af því að mótmælendur Saving Iceland fái greitt fyrir handtökur. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Grasrótarhreyfingin Saving Iceland hélt í dag blaðamannafund til að gefa fjölmiðlum kost á kynna sér markmið og hugmyndafræði samtakanna. Fáir þekktust boðið. Markmiðið er eitt, sögðu talsmennirnir, að losa Ísland undan stóriðjustefnunni. Þau segja að hér ríki meðvitundarleysi um tengsl álframleiðenda við hergagnaframleiðslu og benda til dæmis á að Alcoa hafi fyrir tveimur árum gert 12,5 milljón dollara samning við bandaríska herinn um rannsóknir, þróun og smíði léttra farartækja til hernaðaraðgerða á landi. Frétt þess efnis birtist á heimasíðu Alcoa í desember 2005. Talsmennirnir sögðu að þeim væri full alvara með að stöðva eyðileggingu á náttúru Íslands og myndu beita til þess löglegum sem ólöglegum aðgerðum og valda fyrirtækjum sem tengjast stóriðju fjárhagslegu tjóni og óþægindum. Þá muni koma til átaka því ekkert hafi náðst fram með mótmælagöngum, metsölubók, blaðaskrifum og bréfaskrifum. Á fundinum kom einnig fram að hreyfingin hyggst kæra fréttaflutning Ríkissjónvarpsins af því að mótmælendur Saving Iceland fái greitt fyrir handtökur.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira