Bandarískur hermaður, Lawrence G. Hutchins III, var í dag dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Morðið var framið þegar bandarískir hermenn voru að leita að uppreisnarmanni í Írak.
Hutchins var fundinn sekur um að myrða Hashim Ibrahim Awad en hann var numinn á brott af heimili sínu þegar leitin að uppreisnarmanninum bar ekki árangur. Farið var með hann í nærliggjandi skurð og hann skotinn 10 sinnum í höfuðið.
Hermenn undir stjórn Hutchins lögðu síðan riffil og skóflu við hlið líksins til að láta líta svo út að Awad hafi ætlað að koma fyrir jarðsprengju.