Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:11 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira