Hópslagsmál brutust út á veitingastaðnum Kaffisetrinu við Laugaveg klukkan rúmlega tvö í nótt. Dyravörðurinn greip til þess ráðs að kveikja öll ljós og stöðva tónlistina. Kannski hefur gestunum ekki líkað að slást án undirleiks, allavega voru flestir þeirra farnir þegar lögreglan kom á vettvang. Einn var þó fluttur á slysadeild með áverka á andliti.
