Virðisaukaskatturinn drýgstur 20. ágúst 2007 18:45 Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira