Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins Óli Tynes skrifar 23. ágúst 2007 10:30 Björk Guðmundsdóttir. Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Þar má finna bresku leikkonuna Helen Mirren. Hún hefur alltaf þótt frábær leikkona en undanfarin misseri hefur hún sópað til sín verðlaunum og stendur nú á hátindi frægðar sinnar, sextíu og tveggja ára gömul. Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur ekki aðeins sópað til sín verðlaunum og vinsældum heldur einnig peningum í þeim mæli að hún er líklega orðin ríkari en Elísabet drottning. Variety telur Barböru Broccoli einn mikilvægasta kvikmyndaframleiðanda í heimi. Hún erfði að vísu James Bond gullnámuna eftir föður sinn, Chubby Broccoli, en þykir hafa staðið sig stórkostlega við að færa 007 til nútímans með nýjustu myndinni sem sló rækilega í gegn. Salma Hayek segir að það hafi verið hlegið að sér þegar hún kom til Hollywood. Fólk hafi sagt við hana að hún væri Mexíkói og yrði aldrei leikari í Bandaríkjunum. Variety segir að ekki einungis hafi Salma verið tilnefnd til óskarsverðlauna, hún hafi einnig látið til sín taka í framleiðslu. Meðal annars framleiðir hún hina vinsælu þætti Ugly Betty. Angelina Jolie er tilnefnd meðal annars vegna þess að hún hefur verið natin við að vekja athygli á átakasvæðum í heiminum. Hún er líka einn af velvildarsendiherrum Sameinuðu þjóðanna. Danski leikstjórinn Susanne Bier er svo í Variety talin einn af fjórum mikilvægustu leikstjórum heims. Hún sló í gegn með myndinni Sá einasti eini, árið 1999. Síðan hefur hún sent frá sér myndir eins og Bræður og Eftir brúðkaupið. Erlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Þar má finna bresku leikkonuna Helen Mirren. Hún hefur alltaf þótt frábær leikkona en undanfarin misseri hefur hún sópað til sín verðlaunum og stendur nú á hátindi frægðar sinnar, sextíu og tveggja ára gömul. Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur ekki aðeins sópað til sín verðlaunum og vinsældum heldur einnig peningum í þeim mæli að hún er líklega orðin ríkari en Elísabet drottning. Variety telur Barböru Broccoli einn mikilvægasta kvikmyndaframleiðanda í heimi. Hún erfði að vísu James Bond gullnámuna eftir föður sinn, Chubby Broccoli, en þykir hafa staðið sig stórkostlega við að færa 007 til nútímans með nýjustu myndinni sem sló rækilega í gegn. Salma Hayek segir að það hafi verið hlegið að sér þegar hún kom til Hollywood. Fólk hafi sagt við hana að hún væri Mexíkói og yrði aldrei leikari í Bandaríkjunum. Variety segir að ekki einungis hafi Salma verið tilnefnd til óskarsverðlauna, hún hafi einnig látið til sín taka í framleiðslu. Meðal annars framleiðir hún hina vinsælu þætti Ugly Betty. Angelina Jolie er tilnefnd meðal annars vegna þess að hún hefur verið natin við að vekja athygli á átakasvæðum í heiminum. Hún er líka einn af velvildarsendiherrum Sameinuðu þjóðanna. Danski leikstjórinn Susanne Bier er svo í Variety talin einn af fjórum mikilvægustu leikstjórum heims. Hún sló í gegn með myndinni Sá einasti eini, árið 1999. Síðan hefur hún sent frá sér myndir eins og Bræður og Eftir brúðkaupið.
Erlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira