Eðlishvöt réð viðbrögðum Guðjón Helgason skrifar 24. ágúst 2007 18:45 Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Íslendingarnir Guðni Rúnar Kristinsson og Davíð Jónsson lögðu af stað á laugardaginn í fjögurra sæta Cessnu 172 frá Pine Meadows flugvelli í norð-vestur Kanada ásamt kanadískum vinum sínum Elliot Malmann og Leuh Gibson. Guðni Rúnar flaug flugvélinni. Hún hrapaði í skóglendi nærri Squamish. Elliot slapp með lítil sem engin meiðsl og dró bæði Davíð og Leuh úr flakinu en þau virtust illa slösuð. Guðni Rúnar lést í slysinu. Elliot segir það hafa komið sér á óvart hversu snarlega hann hafi brugðist við. Hann muni eftir því sem hann sá en hljóð, tilfinningar og annað séu gleymd. Þegar flugvélin hafi skollið niður hafi blóð streymt í höfuð hans og eðlishvötin ráðið för. Hann hafi ekki getað skilið þau eftir í flakinu. Eldsneyti hafi lekið út um allt. Einn neisti og þá hefði öllu lokið. Björgunarþyrlur komu á vettvang eftir að Malmann hafði búið um sár Davíðs og Leuh. Þau voru oll hífð um borð. Björgunarmenn sögðu Elliot hafa unnið afrek. Davíð slapp minna meiddur frá slysinu en óttast var í fyrstu. Leah vinkona hans mun einnig hafa sloppið nokkuð vel. Slysið er enn í rannsókn en samkvæmt sérfróðum er jafnvel talið að flugvélinni hafi verið flogið af leið. Bill Yearwood, rannsóknarmaður bendir á að því lengra sem flogið sé inn í aflokaðan dal þeim mun erfiðara sé að snúa flugvél við. Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Íslendingarnir Guðni Rúnar Kristinsson og Davíð Jónsson lögðu af stað á laugardaginn í fjögurra sæta Cessnu 172 frá Pine Meadows flugvelli í norð-vestur Kanada ásamt kanadískum vinum sínum Elliot Malmann og Leuh Gibson. Guðni Rúnar flaug flugvélinni. Hún hrapaði í skóglendi nærri Squamish. Elliot slapp með lítil sem engin meiðsl og dró bæði Davíð og Leuh úr flakinu en þau virtust illa slösuð. Guðni Rúnar lést í slysinu. Elliot segir það hafa komið sér á óvart hversu snarlega hann hafi brugðist við. Hann muni eftir því sem hann sá en hljóð, tilfinningar og annað séu gleymd. Þegar flugvélin hafi skollið niður hafi blóð streymt í höfuð hans og eðlishvötin ráðið för. Hann hafi ekki getað skilið þau eftir í flakinu. Eldsneyti hafi lekið út um allt. Einn neisti og þá hefði öllu lokið. Björgunarþyrlur komu á vettvang eftir að Malmann hafði búið um sár Davíðs og Leuh. Þau voru oll hífð um borð. Björgunarmenn sögðu Elliot hafa unnið afrek. Davíð slapp minna meiddur frá slysinu en óttast var í fyrstu. Leah vinkona hans mun einnig hafa sloppið nokkuð vel. Slysið er enn í rannsókn en samkvæmt sérfróðum er jafnvel talið að flugvélinni hafi verið flogið af leið. Bill Yearwood, rannsóknarmaður bendir á að því lengra sem flogið sé inn í aflokaðan dal þeim mun erfiðara sé að snúa flugvél við.
Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna