Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Guðjón Helgason skrifar 24. ágúst 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“