Neitar að hafa orðið Madeleine að bana Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. ágúst 2007 11:46 Kate McCann og Gerry maður hennar eru sökuð um að hafa orðið Madeleine litlu að bana. Mynd/ AFP Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn. Madeleine McCann Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn.
Madeleine McCann Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira