Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 18:30 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur. Erlent Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur.
Erlent Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira