Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 19:00 Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur. Erlent Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur.
Erlent Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira