Enn loga eldar í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 26. ágúst 2007 18:45 Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“