Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í Frakklandi í dag. Dregið var í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta markvörðinn, varnarmanninn, miðjumanninn og sóknarmanninn sem að þjálfarar liðanna völdu. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi.is.
E-riðillinn verður að teljast erfiðasti riðillinn þar sem Barcelona, Lyon og Stuttgart drógust í þann riðil ásamt skoska liðinu Rangers. Einnig er F-riðillinn áhugaverður þar sem Manchester United dróst í riðil með Roma, en United sigraði Roma eftirminnilega á síðasta tímabili 7-1. Einnig dróst Sporting í F-riðil en Christiano Ronaldo og Nani, leikmenn United, komu báðir frá portúgalska liðinu.
A-riðill:
Liverpool
Porto
Marseille
Besiktas
B-riðill:
Chelsea
Valencia
Schalke 04
Rosenborg
C-riðill:
Real Madrid
Werder Bremen
Lazio
Olympiacos
D-riðill:
AC Milan
Benfica
Celtic
Shaktar Donetsk
E-riðill:
Barcelona
Lyon
Stuttgart
Rangers
F-riðill:
Manchester United
Roma
Sporting
Dynamo Kiev
G-riðill:
Inter Milan
PSV Eindhoven
CSKA Moscow
Fenerbache
H-riðill:
Arsenal
Sevilla eða AEK Aþena
Steaua Búkarest
Slavia Prague
Besti markvörðurinn: Petr Cech (Chelsea)
Besti varnarmaðurinn: Paolo Maldini (AC Milan)
Besti miðjumaðurinn: Clarence Seedorf (AC Milan)
Besti framherjinn: Kaká (AC Milan)
Besti leikmaðurinn: Kaká (AC Milan)