Felix nær fullum styrk Guðjón Helgason skrifar 4. september 2007 12:23 Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Margir íbúar í löndunum tveimur geta ekki forðað sér og sínum þar sem eldsneyti vantar til að koma sér burt. Því hefur þetta fólk ekki aðra kosti en að bíða bylinn af sér á heimilum sínum. Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni. Hundruðir ferðamanna voru fluttir inn á meginlandið frá strandbæjum í Hondúras í gær. Þá unnu björgunarmenn að því að ferja innfædda miskito indjána út úr strjálbílum strandsvæðum nálægt landamærum níkaragva. Fimmta stigs fellibyljir eru sjaldgæfir og geta valdið miklu eignatjóni og flóðum. Fellibylurinn Katrina var þriðja stigs þegar hann skall á New Orleans fyrir tveimur árum. Hundraða milljarða eignatjón varð í honum og rúmlega 1800 manns týndu lífi. Felix er ekki einn á ferð því talið er öruggt að hitabeltislægðin Henríetta nái fellibyljastyrk á næstu dögum. Hún nálgast ferðamannastaðin Baja í Kaliforníu. Vindhraðinn nú er 31 metri á sekúndu en fari hann yfir 33 metra á sekúndu er um fyrsta stigs fellibyl að ræða. Henríetta hefur þegar valdið flóðum og aurskriðum sem urðu sex að bana í Acapulco. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Margir íbúar í löndunum tveimur geta ekki forðað sér og sínum þar sem eldsneyti vantar til að koma sér burt. Því hefur þetta fólk ekki aðra kosti en að bíða bylinn af sér á heimilum sínum. Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni. Hundruðir ferðamanna voru fluttir inn á meginlandið frá strandbæjum í Hondúras í gær. Þá unnu björgunarmenn að því að ferja innfædda miskito indjána út úr strjálbílum strandsvæðum nálægt landamærum níkaragva. Fimmta stigs fellibyljir eru sjaldgæfir og geta valdið miklu eignatjóni og flóðum. Fellibylurinn Katrina var þriðja stigs þegar hann skall á New Orleans fyrir tveimur árum. Hundraða milljarða eignatjón varð í honum og rúmlega 1800 manns týndu lífi. Felix er ekki einn á ferð því talið er öruggt að hitabeltislægðin Henríetta nái fellibyljastyrk á næstu dögum. Hún nálgast ferðamannastaðin Baja í Kaliforníu. Vindhraðinn nú er 31 metri á sekúndu en fari hann yfir 33 metra á sekúndu er um fyrsta stigs fellibyl að ræða. Henríetta hefur þegar valdið flóðum og aurskriðum sem urðu sex að bana í Acapulco.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira