Nemendur við menntaskóla í Suður-Afríku brenndu lifandi tvær fullorðnar konur sem þeir grunuðu um að hafa lagt bölvun á skóla þeirra. Nemendurnir ruddust inn á heimili kvennanna í Natal héraði að drógu þær út á nærliggjandi íþróttaleikvang. Þar helltu þeir yfir þær bensíni og kveiktu í þeim.
Önnur kona lést á staðnum en hin á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að þetta hafi gerst eftir að nemendur þóttu sýna undarlega hegðan í nokkrar vikur.
Þeir kvörtuðu undan óútskýranlegum grátköstum og hungri eftir að borða kjöt í skólatímanum. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þessa atburðar.