Einhliða upptaka ekki sniðug 7. september 2007 18:00 Einhliða upptaka evru nú gæti leitt til atvinnuleysis segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann telur skynsamlegast að Ísland gangi í Evrópusambandið í framtíðinni. Evruumræðan blossar reglulega upp í íslensku samfélagi. Viðskiptaráðherra segir mikinn þrýsting frá atvinnulífinu um upptöku evru, en vill það samhliða inngöngu í Evrópusambandið, forsætisráðherra finnur ekki þann þrýsting og fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í gær bölvaða vitleysu að ræða einhliða upptöku evru. Ný rödd bættist í umræðuna í dag þegar Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings sagði: "Ég held það sé þannig að það séu margir sem að vilja ekki ganga í Evrópubandalagið eða Efnahagsbandalagið en ég held að það sé ekki vegna þess að menn vilja ekki taka upp gjaldmiðilinn. Þannig að ef að það er raunverulegur möguleiki að taka evruna upp einhliða eins og mér sýnist bara hreinlega vera hægt að þá held ég að menn eigi að skoða það alveg fordómalaust." Það eru ekki síst gengissveiflurnar sem angra atvinnulífið. Síðustu tvö ár hefur evran farið lægst í tæpar 73 krónur, hæst í nærri 95 krónur og stendur þessa dagana í um 88 krónum. En hvað þýðir þetta til dæmis fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu? Tveggja manna herbergi á hóteli hér í bæ kostar 180 evrur. Slík herbergi eru gjarnan pöntuð með löngum fyrirvara. Í nóvember 2005 hefði herbergið skilað hótelinu 13.100 krónum, í júní í fyrra hefðu hins vegar komið 17.000 krónur í kassann en núna skilar það 15.800 krónum. Sigurður hjá Kaupþingi er sannfærður um að evra yrði til hagsbóta fyrir bæði atvinnulífið og þjóðina. Gylfi Arnbjörnsson Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Einhliða upptaka evru nú gæti leitt til atvinnuleysis segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann telur skynsamlegast að Ísland gangi í Evrópusambandið í framtíðinni. Evruumræðan blossar reglulega upp í íslensku samfélagi. Viðskiptaráðherra segir mikinn þrýsting frá atvinnulífinu um upptöku evru, en vill það samhliða inngöngu í Evrópusambandið, forsætisráðherra finnur ekki þann þrýsting og fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í gær bölvaða vitleysu að ræða einhliða upptöku evru. Ný rödd bættist í umræðuna í dag þegar Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings sagði: "Ég held það sé þannig að það séu margir sem að vilja ekki ganga í Evrópubandalagið eða Efnahagsbandalagið en ég held að það sé ekki vegna þess að menn vilja ekki taka upp gjaldmiðilinn. Þannig að ef að það er raunverulegur möguleiki að taka evruna upp einhliða eins og mér sýnist bara hreinlega vera hægt að þá held ég að menn eigi að skoða það alveg fordómalaust." Það eru ekki síst gengissveiflurnar sem angra atvinnulífið. Síðustu tvö ár hefur evran farið lægst í tæpar 73 krónur, hæst í nærri 95 krónur og stendur þessa dagana í um 88 krónum. En hvað þýðir þetta til dæmis fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu? Tveggja manna herbergi á hóteli hér í bæ kostar 180 evrur. Slík herbergi eru gjarnan pöntuð með löngum fyrirvara. Í nóvember 2005 hefði herbergið skilað hótelinu 13.100 krónum, í júní í fyrra hefðu hins vegar komið 17.000 krónur í kassann en núna skilar það 15.800 krónum. Sigurður hjá Kaupþingi er sannfærður um að evra yrði til hagsbóta fyrir bæði atvinnulífið og þjóðina. Gylfi Arnbjörnsson
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira